22.10

Við fórum í heimsókn í lítið handverksbrugghús eina verslunarmannahelgina og þá kviknaði áhugi hjá okkur á að prófa brugga sjálfir okkur til gamans.  Við komust fljótt að því að það er lítið mál að brugga bjór en hins vegar er aðeins meira mál að brugga góðan bjór. Þegar sjálfstraustið í brugginu jókst þá fór að skjótast upp í kollinn á okkur möguleikinn á að gerast atvinnubruggarar. Við slengdum hugmyndinni reglulega fram við aðra og til að byrja með fannst fólkinu okkar þetta fjarstæðukennd hugmynd en þegar það áttaði sig á því að okkur var alvara fengum við stuðning og hvatningu til að láta drauminn verða að veruleika.

22.10 er vísun í dagsetningu, en að kvöldi 22.10.2016 vorum við að smakka bjór sem við höfðum gert og var bjórinn það góður að menn fundu á sér í lok kvölds.

22.10 haut styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurnesja árið 2021.